15. Austurborgin – Mozes en Aaronkerk

Borgarrölt
Mozes en Aaronkerk, Amsterdam

Mozes en Aaronkerk

Við förum áfram Jodenbreestraat út að torginu Mr Visserplein. Við enda götunnar er á hægri hönd afturendi kirkju, sem ber hið gyðinglega nafn Mozes en Aaronkerk. Hún var samt upphaflega kaþólsk, en hefur verið breytt í félagsmálamiðstöð.

Hér er nú griðastaður fyrir erlenda verkamenn og ungt ferðafólk. Selt er gos og snarl og boðið upp á sýningar á handíð og list eða á vandamálum íbúa þriðja heimsins. Einnig eru þar á sunnudögum sérhæfðar poppmessur fyrir ungt fólk. Þannig er þetta fjörugasta kirkjan í borginni.

Valkenburgerstraat

Vinstra megin við torgið förum við á flóamarkaðinn í Valkenburgerstraat.

Næstu skref