15. Dublin – Powerscourt

Borgarrölt

Powerscourt

Powerscourt Townhouse Centre, Dublin

Powerscourt Townhouse Centre

Við förum beint frá Grafton Street um húsasund rétt sunnan við Bewley’s eða tæpum 50 metrum sunnar frá þvergötunni fyrir framan Westbury hótel inn verzlanasund hótelsins, og komum í báðum tilvikum að bakhlið Powerscourt við Clarendon Street. Þar beygjum við til vinstri og förum inn í Powerscourt á suðausturhorni þess.

Powerscourt er í borgarhöll frá 1771. Höllinni og hallarportinu hefur verið breytt af nærfærni og smekkvísi í skemmtilega verzlanakringlu á þr
emur hæðum undir léttu timbur- og glerþaki, full af svölum út og suður, sumar úr 200 ára gömlum viði. Þar eru skemmtilegar smábúðir og mjög góð veitingahús. Á efstu hæð er verzlun, sem rekin er af handverksráði Írlands. Í hádeginu eru oft klassískir tónleikar á palli í portinu. Þarna er hægt að vera allan daginn í góðu yfirlæti.

Hibernian Way

Við förum sömu leið til baka til Grafton Street og förum í hina áttina tæpa 100 metra inn Lemon Street og áfram inn í verzlanamiðstöðina Hibernian Way.

Margar fínustu tízkubúðir borgarinnar eru í Hibernian Way.

Næstu skref