15. Forna Róm – San Stefano Rotondo

Borgarrölt

San Stefano Rotondo, Roma

San Stefano Rotondo

Frá baðhöllinni förum við yfir Via delle Terme Caracalla, nokkurn spöl til hægri eftir henni og beygjum síðan til vinstri eftir Via Druso og Via dell’Amba Aradam til Laterano-torgs, um 1200 metra leið. Við getum líka tekið krók úr Via Druso til vinstri eftir Via della Navicella og síðan til hægri eftir Via di San Stefano Rotondo, sem einnig liggur til torgsins, og verður leiðin þá 500 metrum lengri.

Ef við tökum á okkur krókinn, förum við hjá San Stefano Rotondo, stærstu hringkirkju frumkristninnar, byggðri 468-483, og átti þá að vera nákvæm eftirlíking frægustu kirkju þess tíma, fjallkirkjunnar í Jerúsalem. San Stefano var lengi ein af höfuðkirkjum Rómar, ríkulega skreytt, en má nú muna fífil sinn fegri.

San Stefano var upphaflega 45 metrar að þvermáli, með tveimur ferilgöngum umhverfis altarismiðju, sem haldið er uppi af jónískum súlum, lýst 22 lyftingargluggum. Páfinn Nikulás V lét spilla kirkjunni 1453 með því að láta hlaða upp í ytra súlnariðið og rífa ytri ferilganginn.

Næstu skref