15. Markúsartorg – Museo Correr

Borgarrölt

Við göngum langsum yfir torgið að höllinni Ala Napoleonica við austurenda þess. Þar er gengið upp steintröppur í borgarlista- og -minjasafnið.

Museo Correr, Feneyjar 2

Museo Correr

Málverkin í safninu eru í tímaröð, svo
að unnt er að sjá, hvernig stíllinn breyttist með menningarskeiðunum. Tvö málverk Carpaccio eru einna þekktust: Ungur maður með rauðan hatt, og Tvær Feneyjafrúr. Í safninu eru einnig kort, vopn og myntir frá sögu Feneyja.

Í safninu er meðal annars stórt líkan af einkar skrautlegu hefðarskipi hertogans, Bucintoro. Það var meðal annars notað á hverjum uppstigningardegi til að flytja hertogann út á Adríahaf, þar sem hann fleygði gullhring í sjóinn og mælti: “Desponsamus te mare in signum veri perpetuique dominii” til marks um hjónaband sitt og hafsins og yfirráð Feneyja á hafinu.

Við ljúkum þessari gönguferð um næsta nágrenni Markúsartorgs með því að fá okkur kaffi á Florian eða Quadri.

Canal Grande