Meybod
Meybod er borg 50 kílómetrum norðan við Yazd, frægt fyrir eitt stærsta Caravanserai landsins, hótel fyrir ferðamenn að fornu. Það er rétthyrningur herbergja kringum garð með brunni í garðmiðju. Nú sýna bæjarbúar þar hefðbundinn, persneskan vefnað.
Andspænis fornhótelinu handan götunnar er 300 ára gamalt pósthús með ísgeymsluturni.
Narejn kastali í Meybod er rétt hjá, einn elzti kastali Persíu, frá því fyrir komu íslams.