Við förum kringum kirkjuna að austanverðu og göngum yfir brú að dyrum Stampalia-safnsins.
Höllin var hönnuð og reist á 16. öld.
Þar er núna málverka- og bókasafn Querini-ættarinnar, meðal annars verk eftir Giovanni Bellini og Giambattista Tiepolo.
Við förum yfir brúna til baka og tökum næstu brú til vinstri, förum meðfram Rio del Rimedio, beygjum til hægri í Calle del Rimedio og síðan til vinstri í Calle dell’Angelo og loks til hægri í Calle Canonica, sem leiðir okkur til Markúsartorgs, samtals tæplega 500 metra leið.
Þessari gönguferð er lokið
Næstu skref