15. San Polo – Santa Maria Gloriosa dei Frari

Borgarrölt
Santa Maria Gloriosa di Frari, Feneyjar

Santa Maria Gloriosa di Frari

Titian, Frari, Feneyjar

Frari: Tiziano Vecellio

Santa Maria Gloriosa dei Frari

Við förum aftur út á torgið og kringum kirkjuna Santa Maria Gloriosa dei Frari.

Gotnesk risakirkja Fransiskusar-klausturs frá miðri 15. öld með málverkum eftir Bellini og Tiziano.

Í hliðarskipi vinstra megin við aðalinngang er gnæfrænn píramídi, minnisvarði eftir Canova um Tiziano. Róðubríkin framan við útskorinn, þriggja sætaraða munkakór, er skorin 1475 af Pietro Lombardo og Bartolomeo Bon.

Norðan kirkju er sagnfræðilega mikilvægt ríkisskjalasafn Feneyja í gamla klaustrinu. Þar eru tveir klausturgarðar, annar hannaður af Sansovino og hinn af Palladio.

Tiziano Vecellio

Við beinum athygli okkar að töflu meginaltaris kirkjunnar.

Tiziano var uppi 1490-1576, einn þekktasti málari endurreisnartímans. Hann lærði í Feneyjum af málurunum Giovanni Bellini og Giorgione, fór víða um Evrópu og málaði fyrir páfa, konunga og keisara.

Á efri árum málaði hann nokkur kirkjuleg málverk, þar á meðal altaristöfluna í Frari, sem sýnir himnaför guðsmóður.

Verk hans má meðal annars einnig sjá í listasafninu Accademia og í kirkjunum Gesuiti og Santa Maria della Salute.

Næstu skref