Museum Van Loon
Þegar við erum komin út að Keizersgracht, beygjum við til hægri meðfram síkinu, förum yfir umferðargötuna Vijzelstraat að Keizersgracht 672, þar sem Museum Van Loon er til húsa. Það er ættarsafn van Loon ættarinnar, sem löngum hefur verið áberandi í opinberu lífi Amsterdam. Skemmtilegastur er skrautgarðurinn að húsabaki. Safnið er opið 10-12 og 13-16, lokað miðvikudaga.
Museum Fodor
Við þurfum að krækja út á brúna til baka til að komast í Museum Fodor, sem er andspænis Van Loon, við Keizersgracht 672. Þar eru sýnd málverk þeirra, sem enn eru ekki orðnir nógu frægir til að koma verkum sínum í Stedelijk Museum. Þess vegna fara menn hingað til að kynnast nýjum straumum i myndlist.
Verkaskipting þriggja safna er með þeim hætti, að Fodor sýnir list dagsins í dag, Stedelijk list 20. aldar og Rijksmuseum list fyrri alda. Hér á Museum Fodor gerðu Íslendíngar garðinn frægan í árslok 1983, fyrstir erlendra málara. Þetta safn á því stað í hjarta okkar.
Íslendingarnir, sem sýndu á Fodor, voru Árni Ingólfsson, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Ingólfur Arnarson, Ívar Valgarðsson, Kristinn Harðarson, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson og Tumi Magnússon.
Næstu skref