15. Verona – Teatro Romano

Borgarrölt
Teatro Romano & Castel San Pietro, Verona

Teatro Romano & Castel San Pietro

Teatro Romano

Frá bakhlið kirkjunnar förum við norður og niður brekkuna að ánni Adige, yfir hana á rómversku brúnni Ponte della Pietra og suður með bakkanum hinum megin að rómverska leikhúsinu, Teatro Romano, alls um 400 metra leið.

Rómverskt leikhús frá 1. öld fyrir Krist, tíma Ágústusar keisara, og er enn notað til leiksýninga. Áður voru þar sýnd leikverk eftir Plautus, en nú er þar haldin árleg Shakespeare-hátíð. Leikhúsið er byggt inn í árbakkann og veitir gott útsýni frá heillegum áhorfendapöllum yfir ána til miðborgarinnar.

Castel San Pietro

Frá leikhúsinu er farið í lyftu upp í klaustrið fyrir ofan, Castel San Pietro.

Klaustrinu ofan við rómverska leikhúsið hefur verið breytt í fornminjasafn með frábæru útsýni yfir borgina og héraðið. Í safninu eru meðal annars fornar steinfellumyndir.

Næstu skref