16. Austurborgin – Portugese Synagoge

Borgarrölt
Portugese Synagoge, Amsterdam

Portugese Synagoge

Þegar við komum aftur inn á Mr Visserplein, höfum við kassalagað stórhýsi á vinstri hönd. Það er höfuð-sýnagóga gyðinga, reist 1675. Þá hafði mikill fjöldi gyðinga streymt frá ofsóknum rannsóknaréttarins á Spáni og í Portúgal til trúfrelsisins og uppgangsins í Amsterdam.

Synagógan er í eins konar jónískum stíl og á að vera stæling á meintu útliti musteris Salómons í Jerúsalem. lnni standa tólf voldugar súlur undir kvennasvölum. Mest áberandi eru kertaljósakrónurnar miklu, er bera þúsund kerti, sem öll eru látin loga við guðsþjónustur á laugardögum.

Portugese Synagoge er opin til skoðunar 10-15, sunnudaga 10-13, lokuð laugardaga.

Næstu skref