Bloemenmarkt
Við förum til baka út á Viezelstraat, ljótustu götu borgarinnar, og göngum hana til norðurs fram hjá Algemene Bank Nederland, sem er svo stirður, að hann tekur ekki einu sinni gildar eigin ávísanir. Á brúnni yfir Herengracht stönzum við stutta stund til að virða fyrir okkur Gullbogann til vinstri, sem við vorum áður búin að sjá frá Leidsestraat.
Síðan förum við áfram að blómamarkaðinum, Bloemenmarkt við Singel og drekkum í okkur litskrúð blómanna. Slíkan blómamarkað sjáum við tæpast í öðrum borgum.
Munttoren
Við erum komin að torginu Muntplein, sem heitir eftir turninum Munttoren. Hann er einn af turnum hins gamla borgarvirkis frá miðöldum og hét áður Reguliers, en fekk nafnið Munttoren, af því að borgin sló eigin mynt í honum um tíma. Á 17. öld brann turninn að mestu og fékk þá nýjan efri hluta. Sjálft torgið er mesta umferðartorg bíla í borginni.
Næstu skref