Philae
Þetta fræga musterissvæði á eyju í Níl var fært til, þegar Aswan stíflan var reist, og flutt til eyjarinnar Agilkia í nágrenninu. Þeim flutningi lauk 1970.
Musterið var helgað guðinum Osiris og varð mjög vinsælt upp úr 322 f.Kr., þegar Grikkir tóku völd í landinu. Í kjölfarið varð mikil uppbygging, svo að núverandi minjar eru einkum frá þessu gríska skeiði.