Frá Killybegs höldum við áfram og komum fljótlega á N56, sem við fylgjum alla leið til Donegal-borgar. Þar reynum við að stanza sem næst aðaltorginu, Diagonal.
Donegal var upprunalega víkingaþorp, enda þýðir nafnið Útlendingavirki. Þar er nú miðstöð tweed-ullarvefnaðar á Írlandi. Þríhyrnt aðaltorgið var skipulagt 1610. Á því miðju er nú einsteinungur til minningar um fjóra írska lista- og fræðimenn. Rétt hjá torginu er Donegal Castle, sem að hluta er gamall kastali og að hluta sveitasetur frá fyrri hluta 17. aldar, einnig porthús kastalans næst aðaltorginu.