17. San Polo – Riva del Vin

Borgarrölt

Sant’AponàlSant' Aponal, Feneyjar

Við förum af torginu um suðausturhorn þess tæplega 300 metra leið um Calle della Madonetta, Campiello Meloni og Calle Mezzo að torginu framan við Aponàl-kirkjuna.

Ekki lengur notuð sem kirkja, en þekkt fyrir gotneskar lágmyndir á stafninum.

Riva del Vin

Sant' Aponal, Feneyjar

Sant’ Aponal

Við förum til suðurs með stafni kirkjunnar og áfram eftir Calle dei Luganegher inn á Campo San Silvestro, þar sem við beygjum til vinstri inn í Rio terrà San Silvestro, sem sveigir til hægri út að Canal Grande, þar sem bakkinn heitir Riva del Vin. Alls er þetta tæpra 300 metra leið.

Við göngum bakkann í átt til Rialto-brúar.

Þetta er eini breiði bakkinn við Canal Grande, þar sem ferðamenn geta spókað sig og setið við sleitur á gangstéttar-veitingahúsi og fylgst með ferðum fólks um Rialto-brú og báta um Canal Grande. Maturinn á þessum veitingahúsum er ekki merkilegur, en ekki heldur tiltakanlega dýr.

Nafn bakkans stafar af því, að fyrr á öldum var víni skipað hér á land.

Við bakkann eru hótelin Marconi og Sturion. Í hliðargötu er veitingahúsið Alla Madonna.

Næstu skref