18. Dublin – National Museum

Borgarrölt

Við förum út úr garðinum að norðanverðu, á svipuðum slóðum og við komum inn í hann, göngum að Shelbourne-hóteli og förum inn þvergötuna við hlið þess, Kildare Street. Þá götu göngum við 150 metra að inngangi þjóðminjasafnsins á hægri hönd.

The National Museum, Dublin

The National Museum

The National Museum er bókstaflega gullnáma. Þar er mikið af skartgripum úr gulli frá forsögulegum tíma á Írlandi og frá keltneskum tíma, hálsfestar, armbönd, hljóðfæri, kaleikar og leikföng. Margir gripanna eru frá 1. öld f.Kr., en glæsilegustu gripirnir eru frá 8. öld, frá því rétt áður en víkingar hófu ránsferðir 795.

Safngripunum er haganlega fyrir komið, svo að rúmt er um þá, þótt safnið sé ekki stórt. Vegna rúmleysis er gert ráð fyrir, að hluti safnsins verði innan tíðar fluttur á annan stað í miðbænum.

Óvenjulega góð veitingabúð er í safninu.

Næstu skref