180° beygja hjá forsætis

Punktar

Alla forsætistíð Sigmundar Davíðs hefur hann verið andvígur þjóðaratkvæði. Vill ekki þjóðaratkvæði um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Vill ekki viðurkenna eða virða þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá fólksins. Á sama tíma hefur hann ekki viljað taka umræðu um afnám eða bann verðtryggingar. Þingmenn kvarta sáran yfir fjarveru forsætisráðherra, þegar feimnismálið berst í tal. Svo umpólast hann allt í einu, þegar hann er sakaður um að svíkja loforð um afnám verðtryggingar. Stingur upp á, að þjóðaratkvæðagreiðsla leysi loforðið af hólmi. Alltaf er hann sami maður andartaksins eins og skopparakringlan.