20. Austurborgin – Oudemanhuispoort

Borgarrölt

Síðan förum við sömu leið til baka, göngum yfir áðurnefnda járnvindubrú og beygjum svo til hægri eftir vinstri bakka Kloveniersburgwal.

Oudemanhuispoort, Amsterdam

Oudemanhuispoort

Brátt komum við að mjóu húsasundi til vinstri og förum þar inn. Það er Oudemanhuispoort eða Gamalmennahússund, sem heitir svo, af því að þetta var einu sinni inngangurinn í fátækrahæli borgarinnar. Nú er þetta inngangurinn í háskólann. Aðalbyggingu hans sjáum við brátt hægramegin, handan húsagarðs. Á vinstri hönd er hins vegar bókamarkaðurinn.

Næstu skref