Thorbeckeplein
Við göngum Herengracht út að Thorbeckeplein og förum þar út á brúna yfir Herengracht. Þaðan er skemmtilegt útsýni til margra brúa á Herengracht og Reguliersgracht. Síðan förum við norður Thorbeckeplein inn á Rembrandtsplein.
Rembrandtsplein
Skemmtanalífsins á Thorbeckeplein og Rembrandtsplein var getið framar í bókinni. Í þetta sinn göngum við inn í garðinn á miðju torgi og skoðum styttuna af Rembrandt. Kannski er líka kominn tími til að fá sér fikrétt í hádegisverð á Seepaerd.
Í norðausturhorni torgsins er pínulítil lögreglustöð milli Reguliersbreestraat og Halvemansteeg, sögð sú minnsta í heimi. Þar kveðjum við þetta torg, sem einu sinni var smjör- og ostamarkaður borgarinnar, og göngum norður Halvemansteeg og yfir ána Amstel á brú.
Groenburgwal
Komin yfir Amstel göngum við skamman veg meðfram Kloveniersburgwal, unz við komum að fremstu brúnni yfir það síki. Það er ein af hinum skemmtilegu járnvindubrúm frá gömlum tíma, þegar slíkar brýr tóku við af trévindubrúm á borð við Magere Brug.
Að þessu sinni förum við ekki strax yfir brúna, heldur göngum spölkorn í gagnstæða átt eftir Staalstraat að litlu og laglegu síki, sem nefnist Groenburgwal. Af brúnni þar er skemmtilegt útsýni til Zuiderkerk.
Næstu skref