19. Dublin – National Library

Borgarrölt

Leinster House

National Library & Parliament (Leinster House), Dublin

National Library & Parliament (Leinster House) til hægri

Við innganginn er rimlagirðing. Handan hennar sjáum við þjóðarbókhlöðuna andspænis þjóðminjasafninu og þinghús Írlands hægra megin, milli safnanna.

Írska þingið situr í Leinster House, sem var reist 1745 og gert að þinghúsi 1922. Hægt er að fá aðgang að þingpalli neðri deildar, og þegar þingið situr ekki, er hægt að fara í skoðunarferðir um höllina.

National Library

Við göngum áfram norður Kildare Street um 50 metra að inngangi þjóðarbókhlöðunnar.

The National Library er fyrst og fremst áhugaverð fyrir Íra og þá, sem leita að forfeðrum sínum. Þar eru yfir ein milljón bóka og mikið af fornum handritum, auk landakorta og gamalla dagblaða. Húsbúnaður er úr dökkum viði og lampaskermar eru grænir.

Næstu skref