2. Delhi – Red Fort – Lahori Gate

Borgarrölt
Delhi Red Fort, Lahori Gate

Red Fort, Lahori Gate

Red Fort

Við hefjum leikinn í Red Fort við voldugan innganginn, Lahori Gate. Nafn virkisins stafar af rauðum sandsteini bygginganna. Svæðið var byggt 1639 á vegum á vegum Shah Jahan og var höll mógúlanna allt til 1857, þegar brezki varakeisarinn tók við.

Red Fort, Delhi 2

Red Fort, Diwan-i-Aam

Að hætti múslima er þetta ekki ein höll heldur margar litlar í stórum garði. Þekktastar eru Diwan-i-Aam, Rang Mahal og Diwan-i-Khas.

Diwan-i-Aam

Við förum frá Lahori Gate beint austur að Diwan-i-Aam, áheyrnarsal mógúlsins úr sandsteini. Höllin er fagurlega skreytt súlum, burðarbogum og veggjum. Þar sat mógúllinn daglega í hásæti í sextíu súlna sal og hlustaði á kvartanir og önnur erindi almennings.

Hásæti mógúlsins, Red Fort, Delhi

Red Fort, hásæti mógúlsins í Diwan-i-Aam

Næstu skref