2. Downtown – Woolworth

Borgarrölt
Liberty Streeet, New York

Liberty Streeet

St. Paul´s Chapel

Úr WTC nr. 2 göngum við út á Liberty Street, skoðum bronzstyttuna af bankamanninum og rauða teninginn á rönd eftir Isamu Noguchi fyrir framan Marine  Midland bankann. Síðan beygjum við til vinstri og göngum norður Broadway. 

Þar verður fljótlega fyrir okkur á vinstri hönd elzta kirkja borgarinnar, St Paul´s Chapel, reist 1764-1766 í georgíanskum stíl, sennilega fegursta kirkja borgarinnar að innan jafnt sem utan.

Woolworth

Nágranni heilags Páls er Woolworth-turninn í gotneskum stíl að utanverðu og innanverðu. Hann var reistur 1913 og var hæsta hús í heimi, þar til Chrysler-turninn var reistur 1930. Gaman er að líta inn í anddyrið og skoða listaverkin í veggjum og lofti.

Woolworth, New York

Woolworth

Næstu skref