2. Isole – Isola di San Giorgio

Borgarrölt

Isola San Giorgio Maggiore, Feneyjar

Isola di San Giorgio

Við byrjum á Isola di San Giorgio. Þangað má komast með almenningsbátaleið 52 frá San Zaccaria við hertogahöllina. Komið er að landi við torgið framan við kirkju eyjarinnar.

Kirkja og klaustur arkitektsins Andrea Palladino, reist 1559-1580, blasa glæsilega við ferðamönnum á bakkanum framan við hertogahöllina. Á eyjunni er einnig lystisnekkjuhöfn, skrúðgarður og útileikhús.

San Giorgio Maggiore

Við beinum athygli okkar að kirkjunni San Giorgio Maggiore.

Hönnun kirkjunnar er skólabókardæmi fyrir þá megingrein endurreisnarstefnunnar, sem kölluð hefur verið Palladismi eftir höfundinum, Andrea Palladio, öll í formföstum, mælirænum einingum. Stafninn er í grísk-rómverskum musterisstíl.

Næstu skref