2. Miðbær vestri – Via Giulia

Borgarrölt
Via Giulia, Roma

Via Giulia

Við göngum frá torginu eftir Via della Lungaretta til Piazza Sonnino, þar sem San Crisogno er á horninu, að grunni til frá 5. öld, en endurbyggð á 12. öld. Við beygjum þar til vinstri og förum framhjá 13. aldar Anguillara-turni, dæmigerðum borgarturni frá miðöldum, áður en við höldum yfir ána Tibur á Garibaldi-brú.

Via Giulia

Fontana del Mascherone, Roma

Fontana del Mascherone

Þegar við erum komin yfir ána, beygjum við til vinstri eftir Lungotevere de Vallati, unz við komum að Piazza Pallotti, þar sem við víkjum inn í göngugötuna Via Giulia, sem er ein af fáum beinum brautum bæjarins. Þetta var ein helzta gata Rómar á endurreisnartímanum, gata fornra kardínálahalla, og hefur hafizt á ný til virðingar í nútímanum, vinsæl gata fornminja- og listaverkasala.

Þegar við komum að garði Farnese-hallar hægra megin, auðþekkjanlegum af klifurjurtum og af 17. aldar göngubrú yfir götuna, er sérkennilegur brunnur, Fontana del Mascherone, á vinstri hönd, andspænis Via del Mascherone, settur upp 1626, en hefur vafalaust verið tekinn ófrjálsri hendi úr einhverri fornbyggingunni.

Næstu skref