Frezzeria
Við göngum götuna til baka og höldum áfram um 100 metra vegalengd eftir Frezzeria.
Ein helzta verzlunargata Feneyja frá fornu fari. Hún er dæmigerð fyrir slíkar götur í borginni. Nafnið stafar af, að þar voru í fyrndinni seldar örvar. Nú er þar mest um fataverzlanir.
Í hliðargötu út frá Frezzeria er veitingahúsið La Colomba.
San Moisè
Við snúum til baka og beygjum til hægri í Salizzada San Moisè, sem við göngum um 100 metra leið út á Campo San Moisè and lítum á kirkjuna San Mois
è.
Rækilega skreytt og þunglamaleg hlaðstílskirkja frá 1668. Hún væri ásjálegri, ef óhreinindin á framhliðinni væru hreinsuð.
Rio San Moisè
Við förum yfir torgið og brúna handan þess og lítum niður eftir skurðinum.
Á horninu er ein af bátastöðvum gondólanna og ómerktur aðgangur að frægðarhótelinu Europa e Regina. Hér sitja ræðararnir löngum stundum og spila meðan þeir bíða eftir viðskiptavinum