2. Westminster – Banqueting House

Borgarrölt

Banqueting House

Banqueting House, London 2

Banqueting House

Merkasta hús götunnar er Banqueting House, handan Horseguards Avenue, sem er andspænis Horse Guards. Hús þetta er hið eina, sem eftir er af Whitehall, reist 1619-22 af hinum fræga arkitekt Inigo Jones. Það er eitt fegursta hús borgarinnar, í palladískum endurreisnarstíl, allt teiknað í nákvæmu mælirænu hlutfallaformi, breiddin helmingur lengdarinnar. Framhliðin er gnæfræn og virðist tveggja hæða, með jónískum veggsúlum að neðan og rómversku
m að ofan. Að innan er húsið hins vegar aðeins einn salur, með risastórum hlaðstíls-málverkum eftir Rubens.

Downing Street, London

Downing Street

Banqueting House var móttökusalur hinnar fornu hallar og um leið miðpunktur hennar. Nú er húsið orðið ósköp einmana innan um voldugar stjórnarráðsbyggingar síðari tíma.

Við höldum áfram suður Whitehall, framhjá lokaðri götu, Downing Street, götu forsætisráðherra og fjármálaráðherra ríkisins. Aðeins sunnar, á miðri Whitehall, er Cenotaph, minnisvarði um fallna brezka hermenn í heimsstyrjöldinni fyrri. Við komum senn að Parliament Square, þar sem voldug myndastytta af Churchill trónir á horninu næst okkur.

Næstu skref