200 króna auðlindarenta

Punktar

Kvótasvangar útgerðir borga kvótagreifum um 200 krónur á kíló í kvótaleigu. Það segir nokkuð vel, hver auðlindarentan til þjóðarinnar eigi að vera. Hún á að vera um 200 krónur á kíló. Það er álagið, sem kvótinn kostar á frjálsum markaði í dag. Séu menn fylgjandi frjálsum markaði, geta þeir ekki verið á móti notkun hans. Auðvitað mætti komast betur að raun um verðgildi kvótans með því að setja hann á opið uppboð. Það er viðskiptavenja markaðshagfræðinnar. Skrítið, hversu illa hægri mönnum er við markaðshagfræði og frjálsa verðmyndun. Það er vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn er í rauninni séríslenzkur kommúnistaflokkur.