Merrion Square
Við förum út úr safninu og inn í garðinn handan götunnar.
Merrion Square er einn fegursti garður miðbæjarins, lagður 1762, friðarreitur í umferðarþunga miðbæjarins. Kringum hann eru stílhrein hús með hinum þekktu, vel máluðu írsku útihurðum. Við garðinn sýna oft alþýðlegir málarar listaverk sín.
Natural History Museum
Við förum aftur úr garðinum að inngangi þjóðlistasafnsins og göngum götuna til suðurs, framhjá lokuðum garði þinghússins að náttúrugripasafninu, Museum of Natural History, um 100 metra leið.
Í náttúrugripasafninu eru beinagrindur af hinu forna og útdauða dádýri Írlands, af hvölum og öðru því, sem tíðkast í slíkum söfnum. Uppstilling safnsins er gamaldags.