Hráefnið og kryddið

Veitingar

Íslenzk matreiðsla og dönsk eru staðfærð matreiðsla frönsk. Sama er að segja um nýnorræna matreiðslu, hún er bara nýfrönsk. Með áherzlu á gæði, nálægan uppruna og bragð hráefna. Fiskur og kjöt, grænmeti og ávextir, það er málið. Þriðja heims matreiðsla byggist hins vegar á kryddi. Karrí og chili, hoisin og súrsæta, tanduri, kókos (…). Rétt eins og vestrænn skyndibiti er krydd, ketchup, sinnep, paprika, majones, oregon (…). Eða nautasósan bearnaise, sem nú er notuð á pylsur. Allt voru þetta leiðir til að leyna skemmdum í lélegum mat. Hafa samt sigrað unga fólkið. Franska eldhúsið er öllu þessu merkara.