22. Dublin – Fitzwilliam Square

Borgarrölt

Baggot Street

Við höldum áfram eftir Upper Merrion Street framhjá stjórnarráði Írlands, rúmlega 100 metra leið að næstu gatnamótum.

Fitzwilliam Square hurðir, Dublin

Fitzwilliam Square hurðir

Hér mætast hægra megin Merrion Row og vinstra megin Lower Baggot Street, helztu götur söngkráa, sem eru írsk sérgrein. Frægar krár við Merrion Row eru Donoghue’s og Foley’s og við Lower Baggot Street eru Doheny & Nes
bitt’s, Baggot Inn og Toner’s. Á þessum slóðum eru líka góð veitingahús.

Fitzwilliam Square

Frá enda Upper Merrion Street göngum við um 100 metra til vinstri og austur Lower Baggot Street og beygjum síðan til hægri inn í Lower Pembroke Street, þar sem 150 metra leið er að Fitzwilliam Square.

Fitzwilliam Square er bezt varðveitti garðurinn frá georgískum tíma, lagður 1825. Í kringum hann eru stílhrein hús þess tíma, mörg hver með skartmáluðum útihurðum.

Government Buildings, Dublin 2

Government Buildings

Hér ljúkum við gönguferðinni um miðbæinn í Dublin, förum til baka til Baggot Street og hvílum okkur á einni af kránum þar.

 

Og þá er komið að pöbbaröltinu