22 reglur blaðamennsku

Fjölmiðlun

Blaðamaðurinn Dan Gillmor, höfundur bókarinnar We the Media, birti í morgun 22 reglur blaðamennsku í Guardian. Eiga að bæta og auka notkun hefðbundinna fjölmiðla. Sjálfur notaði ég sumar reglurnar, þegar ég var virkur. Til dæmis að forðast nafnlausar heimildir, eitur í bransanum. Aðrar reglur Gillmor notaði ég í kennslubók minni í blaðamennsku, sjá hér á vefsíðuni í röðinni Nýmiðlun; köflunum Tækni grasrótar, Hliðin opnast, Fagfólk og amatörar, Næstu grasrótarskref, Ógnir framtíðar. Loks eru sumar alveg nýjar fyrir mér, einkum mikilvægar í blaðamennsku um kreppur. Skoðið greinina í Guardian.