25% án nokkurrar ábyrgðar

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn á bágt. Hann telur frjálshyggjuna ekki hafa brugðizt, heldur fólk í útrás, bönkum, Seðló og ríkisstjórn. Bara Geir Haarde og Árni Mathiesen tóku ábyrgð. Áfram er í boði fólk úr bankasukkinu, svo sem Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Einnig fólk, sem eindregið styður róttæka frjálshyggju án eftirlits, svo sem Pétur H. Blöndal. Birgir Ármannsson og Sigurður Kári Kristjánsson. Ég efast um, að þetta fólk selji í kreppunni. Kannski hafa flokksmenn vit fyrir því, hafna því í prófkjöri. Eða kannski nær Flokkurinn sjálfkrafa 25% fylgi án þess að axla neina ábyrgð.