Ákveðið hefur verið að loka 25 skyndibitastöðum McDonalds í Bretlandi vegna minnkandi viðskipta. Þetta er vonandi fyrsta merkið um, að fólk sé að verða fráhverft þeim mat, sem óhollastur er talinn, skyndibitum. McDonalds er ekki einn um þá hituna, en er þekktasta keðja sykurs, salts og fitu, eins konar flaggskip óhollutunnar. Um alla Evrópu var stöðnun. Afturförin í Bretlandi er einkum þökkuð sjónvarpskokkinum Jamie Oliver, sem barist hefur fyrir hollari mat í skólum. Aðeins 1% 13-15 ára barna í Bretlandi telja McDonalds vera uppáhalds matstaðinn sinn, voru 8% fyrir ári.