27. Írland – Aughnanure

Borgarrölt

Ross

Áður en við snúum til baka frá Cong, getum við tekin krók og farið áfram 345 til Cross og síðan til hægri R334 stutta leið til klaustursins í Ross.

Ross Abbey er bezt varðveitta munkaklaustur Fransiskusa á Írlandi, upphaflega reist 1351, en stækkað og endurbyggt á 15. öld. Munklífi var hér til 1753. Úr kirkjuturninum frá 1498 er gott útsýni yfir klausturbyggingarnar og sveitirnar í kring. Í kirkjunni eru veggfreskur og 15. aldar gluggar. Í klaustrinu má meðal annars sjá skrúðhús, handþvottahús, mötuneyti og handritaverkstæði.

Oughterard

Frá Ross förum við til baka, fyrst R334 og R345 til Cong, síðan áfram R345 til Maam og R336 til Maam Cross. Þar beygjum við til vinstri á N56 til bæjarins Oughterard.

Þegar við komum inn í Outherard, er hvíta hótelið Sweeny’s Oughterard House á vinstri hönd, klætt vafningsviði, 200 ára gamalt, með svefnálmu í yngra bakhúsi. Forngripum er smekklega komið fyrir í almenningssölum hótelsins og sumum herbergjum.

Currarevagh

Aughnanure Castle, írland

Aughnanure Castle

Við förum áfram gegnum þetta rólega sveitaþorp. Úr þorpsmiðju er hliðargata til vinstri til Currarevagh House. Við tökum þann krók um skóga á bakka Corrib-vatns.

Currarevagh House er gamalt sveitasetur á friðsælum stað í eigin skóglendi. Húsið líkist ekki hóteli, heldur heimili. Það er einkum stundað af
veiði
mönnum og ber þess merki í húsbúnaði.

Aughnanure

Við förum afleggjarann til baka til Oughterard, beygjum í þorpinu til vinstri N59. Síðan beygjum við til vinstri afleggjara, sem merktur er Aughnanure kastala.

Aughnanure Castle er vel varðveitt turnhús með virkisveggjum og rústum veizlusalar. Turninn er sex hæða með 73 þrepa hringstiga. Á næstefstu hæð eru svefnherbergi og setuskáli með arni á efstu hæð. Ofan af turninum er gott útsýni til Corrib-vatns.

Corrib-vatn, Írland

Corrib-vatn

 

Næstu skref