Var í hesthúsinu að leysa af. Að hleypa út hestum, moka og raka skít, dreifa spónum í stíu. Þetta er unglingahesthús, þar sem eru 28 stelpur og 1 strákur. Þar var annar karl sömu erinda. Ég sagði við manninn: „Pabbarnir gefa stelpunum hest, svo þær hafi á þessum aldri ekki tíma til að detta í stráka.“ „Nei“, sagði hann. „Þetta er svona í öllum íþróttafélögum. Stelpurnar taka yfir íþróttir, en strákarnir liggja heima í tölvuleikjum. Stelpur nenna, strákar ekki. Snurfusa hestana, hafa þá fína allan veturinn. Kunna að sitja hesta eins og drottningar.“ Já, strákar mínir, þið megið passa ykkur, til viðbótar nenna þær jiu-jitsu.