29. Írland – Dunguaire

Borgarrölt
Dunguaire Castle, Írland

Dunguaire Castle

Dunguaire

Úr bænum förum við fyrst N6, síðan N18 og loks N67, þar sem við komum fljótt að Dunguaire kastala við sjóinn á hægri hönd.

Dunguaire Castle er fjögurra hæða hústurn með ytri virkisvegg, reistur 1520, en lagfærður á 20. öld. Á 1. og 2. hæð turnsins eru nú haldnar tvisvar á dag bráðskemmti-legar miðalda-matarveizlur með leikþáttum, gamanmálum, ljóðlist, klámi, söng og dansi, allt flutt af miklum krafti. Veizlurnar hefjast kl. 17:45 og 21 og kostuðu £60 fyrir tvo.

Aillwee

Við höldum áfram N67 og beygjum til vinstri á R480, þar sem við komum að Aillwee-helli.

Aillwee Cave er langur og mjór hellir, sem fannst 1940. Hann nær 1034 metra inn í hriplekt kalksteinsfjallið. Hann skartar mörgum, litlum dropasteinum í lofti og gólfi og býr yfir örlitlum fossi. Skemmtileg flóðlýsing magnar hellisskartið. Í nágrenni hans er mikið kerfi hella og neðanjarðarlækja, sem fannst 1987 (G3).

Næstu skref