3. Canal Grande – Fondaco dei Turchi

Borgarrölt
Fondaco dei Turchi, Feneyjar

Fondaco dei Turchi

Fondaco dei Turchi

Næst komum við að lágri og breiðri höll á hægri bakkanum.

Fondaco dei Turchi er býzönsk höll frá 13. öld, ein elzta og fegursta og lengi ein stærsta höllin við Canal Grande, tveggja hæða með turnum beggja vegna. Býzanski stíllinn sést vel á grönnum súlum og háum súlnabogum.

Palazzo Vendramin Calergi, Feneyjar

Palazzo Vendramin Calergi

Á 17. öld komst hún í eigu Tyrkja og var vöruhús þeirra, gistiheimili og ræðismannssetur. Frá þeim tíma stafar nafn hennar. Fondaco er raunar afbökun úr arabiska orðinu funduk, sem þýðir krá eða gistihús.

Nú er náttúrusögusafn Feneyja í höllinni.

Palazzo Vendramin Calergi

Aðeins lengra á leið okkar komum við að mikilli höll vinstra megin, merktri Casino Municipale á rauðu pelli yfir aðaldyrum.

Þriggja hæða höllin  Palazzo Vendramin Calergi er frá upphafi endurreisnartímans, hönnuð af Mauro Coducci og reist um 1500, afar stílhrein með rómönskum bogum og hringgluggum.

Hún er núna spilavíti á vegum borgarinnar, opið á veturna.

Næstu skref