San Zaccaria
Við förum nokkur skref til baka og inn í sund vinstra megin við Paganelli hótelið. Eftir 100 metra leið komum við þar inn á lítið torg framan við Zaccaria kirkjuna.
Hún var byggð 1444-1515 í blöndu síðgotnesks stíls og endurreisnarstíls við nunnuklaustur af reglu Benedikts. Antonio Gambello hóf gerð framhliðarinnar í síðgotneskum stíl og Mauro Coducci lauk henni í endurreisnarstíl.
Að innanverðu eru veggir kirkjunnar þétt skipaðir málverkum. Í
nyrðra hliðarskipi er guðsmóðurmynd eftir Giovanni Bellini.
Næstu skref