Feneyjar hafa verið að síga í sæ, aðallega á síðustu áratugum. Stafar það einkum af uppþurrkun lands vegna útþenslu iðnaðar í nágranna-borgunum Mestre og Porto Marghera og vegna óhóflegrar notkunar á tilbúnum áburði í Pó-dal. Þá hefur notkun vélbáta valdið ókyrrð í síkjum og veikt undirstöður húsanna. Með ýmsum aðgerðum hefur landsigið hægt á sér, en alls ekki stöðvazt.
Eldhætta er mikil í borginni vegna hins takmarkalitla kæruleysis, sem einkennir borgarstjórnina eins og fleiri slíkar á Ítalíu. Ómetanleg listaverk, margra alda og þúsund ára gömul eru í stöðugri hættu vegna afleitra eldvarna í borginni. Þetta kom vel í ljós, þegar óperuhúsið Fenice brann í ársbyrjun 1996.
Sjá meira