3. Írland – Tara

Borgarrölt
Tara Hill, Írland

Tara Hill

Frá Trim förum við R161 í áttina til Navan og finnum vegprest, sem vísar leiðina til Tara-hæðar.

Tara var eins konar Þingvöllur Norðvestur-Írlands í heiðnum sið, en lætur núna lítið yfir sér. Þar er kirkja með trjálundum nær og beitilandi í brekkunum fjær. Þar mótar fyrir hólum, sem eru leifar af fornu helgisetri, konungshöll og þingstað Kelta frá heiðnum tíma, er Tara var eins konar höfuðstaður Írlands. Eftir valdatöku Njálunga í Ulster á 6. öld og kristnitöku á Írlandi var hér kristinn helgistaður fram til 1022. Eftir það hvarf Tara af sjónarsviðinu, en lifði áfram í sögum og ævintýrum.

Næstu skref