3. Miðbær syðri – Santa Maria in Cosmedin

Borgarrölt

Santa Maria in Cosmedin

Santa Maria in Cosmedin, Roma

Santa Maria in Cosmedin

Við göngum niður brekkuna eftir Via dei Circo Massimo og síðan Via Greca í beinu áframhaldi norður í átt til gamla miðbæjarins, niður á Piazza Bocca della Verità, alls 400 metra leið. Okkur á hægri hönd er kirkjan Santa Maria in Cosmedin, auðþekkjanleg á háum turni. Torgið nær nokkurn veginn yfir sa
ma svæði og Forum Boarium, hinn forni nautgripamarkaður Rómar. Norðan við hann upp með ánni var hinn forni Forum Holitorium, ávaxta- og grænmetismarkaður.

Kirkjuturninn hái er frá 12. öld, en sjálf kirkjan frá 6. öld, ein fegursta kirkja sem um getur í rómönskum stíl, látlaus og stílhrein. Eftir ýmsar breytingar fyrri alda var hún á 19. öld færð í upprunalegt horf.

Bocca della Verita, Roma

Bocca della Verita

Vinstra megin í kirkjuportinu er forn vatnsleiðsluskjöldur með ógnvekjandi andlitsmynd, Bocca della Verita. Á miðöldum var þeirri sögu hleypt af stokkunum, að höndin mundi klippast af hverjum þeim, sem segði ósatt, er hann stingi henni í skjaldarmunn. Af því draga skjöldurin og torgið nafn.

Milli kirkjuskipanna eru fagrar korinþusúlur úr marmara, stolnar úr fornum, rómverskum mannvirkjum. Glæsilegt gólfið er yngra, frá 12. öld.

Næstu skref