3. Valencia – La Lonja

Borgarrölt

La Lonja

La Lonja

Ef við förum yfir torgið fyrir framan kirkjurnar, fullt af dúfum, erum við strax komin að héraðsstjórnarhöllinni, Palacio de la Generalidad, 15. aldar höll í gotneskum stíl.

Nokkru vestan dómkirkjunnar er kauphöllin, La Lonja, önnur 15. aldar höll, reist í gotneskum stíl af silkikaupmönnum borgarinnar, með einkar virðulegum inngangi. Hún er talin ein fegursta bygging veraldlegs eðlis frá gotneskum tíma á Spáni.

Palacio Dos Aguas, Valencia

Palacio del Marqués de Dos Aguas

Andspænis kauphöllinni er matvælamarkaður borgarinnar, Mercato Central, í 8000 fermetra glerhúsi, einn hinn stærsti í Evrópu.

Dos Aguas

Við Inglés-hótelið er sérkennilega skrautleg höll í kúrríkskum stíl, byggð um miðja 18. öld og síðar löguð að svifstíl, Palacio del Marqués de Dos Aguas, þar sem nú er safn 5000 keramikgripa frá öllum tímum menningarsögunnar. Inngangur hallarinnar er sérstaklega skrautlegur, gerður úr alabastri, eitt þekktasta dæmið um hlaðstíl á Spáni. Um leið vísar hann fram til nýstíls eða ungstíls síðustu aldamóta, sem náði mikilli útbreiðslu á Spáni, einkum í Barcelona, og þá í ýktri mynd.

Þá víkur sögunni til Baskalanda, Euzkadi.

Næstu skref