Orchard Street
Orchard Street er markaðsgata gyðingahverfisins Loiasada eða Lower East Side, eins konar austrænn bazar eða souk. Einnig þar er mest um að vera á sunnudögum. Þar er hægt að prútta um verð og rétt og skylt að halda fast um veskið. Þar má sjá rétttrúaða kaupmenn með langa lokka framan við eyrun, kollhúfu og alskegg. Þangað fara borgarbúar til ódýrrra innkaupa.
Við göngum Orchard Street frá Houston Street til Delancey Street, þar sem þessari skoðunarferð má ljúka. Ef klukkan er orðin fjögur, getum við skotizt inn á Sammy´s Rumanian Jewish Restaurant og fengið okkur saðsaman mat að gyðinglegum hætti.