30% á línuna takk

Punktar

Læknar á Landspítalanum eiga skilið 30% hækkun og ríkið hefur efni á því. Þarf bara að laga auðlindarentu kvótagreifa í fyrra horf, leggja auðlindarentu á orkuver og ferðaþjónustu og endurheimta auðlegðarskatt. Þá hefði ríkið efni á 30% launahækkun allra og nýjum Landspítala. Sama er að segja um láglaunafólk almennt. Það á skilið 30% launahækkun, enda er fráleitt, að auðlindaríkt land geti ekki borgað fólki hálfa milljón á mánuði fyrir skatta. Mál er að linni ráni á afrakstri auðlindanna. Þjóðin á auðlindirnar og á fyrr eða síðar að fá að njóta þeirra. Krafa fólks á að vera endurheimt á arði auðlindanna hér og nú.