31. Írland – Kilfenora

Borgarrölt

Kilfenora

Kilfenora High Cross, Írland

Kilfenora High Cross

Áfram förum við R476 til Kilfenora.
Í miðju þorpinu eru klausturrústir, sem að hluta til eru frá elztu kristni, 6. öld. Í litlum kirkjugarði eru þrír hákrossar frá 12. öld. Sjálf kirkjan er að mestu frá 1190, en lagfærð á 15. öld og stendur nú uppi að mestu, enn notuð við guðsþjónustur. Fyrr á öldum var þetta biskupssetur, en má nú muna fífil sinn fegurri.

Moher

Við höldum áfram R476 til Lisdoonvarna, þar sem við beygjum til vinstri á L54 (R478) og förum þann veg alla leið til Moher-kletta.

Moher, Írland

Moher

Cliffs of Moher er 8 kílómetra langt belti myrkra sandsteinskletta, sem gnæfa 182 metra úr sjó, næsta lóðréttir. Auðveldur göngustígur er upp að turni O’Brien’s, þaðan sem útsýni er gott til klettanna. Turninn er frá 1853. Við bílastæðið er ferðamannamiðstöð, þar sem upplýsingar fást um gönguferðir á svæðinu. Aðgangur að turni £0,65. Einnig bílastæðagjald.

Næstu skref