Frank Bruni og Anthee Carassava velta í New York Times vöngum yfir ýmsum þróunarmöguleikum Evrópusambandsins, allt frá því að stöðva útþensluna yfir í að taka fimm Balkanskagaríki, Tyrkland og Rússland í hópinn. Gætu ríki sambandsins þá orðið 32. Sumir vilja stefna í átt til evrópskra bandaríkja, en aðrir vilja ekki nánara samstarf. Þjóðverjar vilja ganga lengst í samstarfi, en Bretar vilja helzt stíga nokkur skref til baka.