16. Egyptaland – Aswan

Borgarrölt

 

Old Cataract hótel Aswan 2

Horft frá Old Cataract Hotel yfir Níl. Grafhýsi Aga Khan er efst handan árinnar

Old Cataract hótel, Aswan 4

Horft frá Old Cataract Hotel yfir Níl

 

 

 

 

 

 

 

Aswan

Við tökum flug frá Luxor til Aswan.

Aswan er einkum þekkt fyrir stífluna miklu í Níl, reist 1960-1970 að tilhlutan Nassers forseta. Hún framleiðir rafmagn fyrir Egyptaland og jafnar flóðin í Níl, svo að þau margfalda ræktun án þess að skapa hættu á ofurflóði.

Í nágrenni stíflunnar eru minnisvarðar úr fortíðinni. Við heimsækjum Philae og síðan eitt frægasta hof Egyptalands, Abu Simbel.

Í borginni Aswan er hótelið Old Cataract Hotel á bökkum Nílar, frægt úr sögu eftir Agötu Christie. Andspænis hótelinu handan fljótsins er grafhýsi Aga Khan. Þangað kemur flugvél daglega frá Amsterdam með nýjar blómaskreytingar.

Næstu skref