34. Írland – Limerick

Borgarrölt

Bunratty

Bunratty Castle, Írland

Bunratty Castle

Frá Dromoland förum við N18 næstum alla leið til Limerick, en fylgjum vegvísi til Bunratty-kastala, sem er raunar alveg við þjóðveginn.

Bunratty Castle er óvenjulega stór og mikilúðlegur hústurn frá 1460, nýlega færður í það horf, sem hann var í á 16. öld. Í honum er safn húsmuna og teppa frá 14. öld til 17. aldar.

Við hlið kastalans er eins konar Árbæjarsafn, Bunratty Folk Park, þar sem sýnd eru gömul hús og endurgerðir gamalla húsa, sem mynda saman tilbúna þorpsgötu með vel heppnuðu 19. aldar yfirbragði.

Við kastalann er einnig veizlusalur, þar sem gestir fá að borða með hníf og fingrum og fylgjast með írskri skemmtidagskrá hávaðasamri. Veizlurnar hefjast kl. 17:45 og 21 allt árið um kring og kostuðu £60 fyrir tvo.

King John's Castle, Limerick, Írland

King John’s Castle, Limerick

Limerick

St. John's in Limerick, Írland

St. John’s in Limerick

ick Inn.Frá Bunratty er stutt leið eftir N18 til Limerick. Rétt fyrir utan bæinn komum við að ágætu gistihúsi vinstra megin vegar, greinilega merktu, Limer

Við höldum áfram N18 inn í Limerick, beygjum til vinstri, þegar við komum að ánni og förum yfir næstu brú. Þar komum við handan ár að borgarkastalanum.
King John’s Castle er afar vel varðveittur og mikilúðlegur normanskur kastali frá því um 1200. Hann kom víða við sögu Írlands, svo að vel er við hæfi, að þar hefur nú verið innréttað þjóðminjasafn.
Næst kastalanum neðar við ána er kirkja í rómönskum stíl, St Mary’s Cathedral, elzta mannvirki bæjarins, frá 1168.

Við ökum áfram beina línu Nicolas Street, Mary Street, yfir brú og síðan John Street og komum þar í borgarmiðju.

St John’s Cathedral er kirkja í nýgotneskum stíl frá 1861, með hæstu turnspíru Írlands, 85 metra hárri. Við kirkjuna er John Square, þar sem er borgarsögusafnið, Limerick Museum, í 18. aldar húsi.

Næstu skref