37 snákaolíu-sölumenn

Punktar

Þýzkaland hafnar umsóknum um útiræktun á erfðabreyttum maís frá Monsanto. Einnig Frakkland, Austurríki, Grikkland, Pólland og Ungverjaland. Ítalía og Sviss ganga lengra og banna alla slíka útiræktun yfirleitt. Þar á ofan hefur fjöldi héraða í Evrópu verið lýstur laus við erfðabreytta útiræktun. Því leita menn hingað í villta vetrið til að fá að útirækta erfðabreytt korn. 37 snákaolíu-sölumenn úr heimi vísindanna mótmæla tillögu á Alþingi um hömlur á slíkri útiræktun. Þeir vilja, að Ísland sé áfram sér á parti í Evrópu á þessu sviði. Villta vestrið í erfðatækni ríki áfram á þriðja heims Íslandi.