Hagstofan hefur reiknað út, að 10% þjóðarinnar á tekjubotninum hafa minna en 381 þúsund krónur í mánaðartekjur. Þetta er ekki til að lifa af. Þarna er launafólk, t.d. við barnagæzlu, svo og aldraðir, öryrkjar, sjúklingar, líka húsnæðislausir. Öllum þeim þarf að lyfta upp í framanskráðar 381 þúsund krónur til þess að geta lifað af. Þetta eru fátækramörkin í landinu. Þýðir, að ríkið þarf að setja upp 381 þúsund krónur í lágmarkslaun fyrir alla. Nú eru lágmarkslaun miklu lægri, 280 þúsund. Þau eru skandall. Féð má fá af auðlegðarskatti og auðlindarentu og skatti á skattsvik Panamagreifa. Raunar mætti rúnna lágmarkslaun af í 400 þús.