Drombeg
Leið okkar liggur áfram eftir N71 um Skibberen og beygjum síðan til hægri hliðargötu til Glandore, lítið þorp við litla höfn. Við förum R597 um þorpið og gáum að afleggjara til hægri til Drombeg.
Drombeg Circle er einn bezt varðveitti steinhringur Írlands. Fjórtán miklar steinhellur, sem standa upp á rönd, sumar mannhæðarháar, mynda hring með níu metra þvermáli.
Timoleague
Við höldum áfram til Roscarberry, þar sem við komum aftur á N71 og beygjum síðan í Clonakilty á R600 til Timoleague.
Í Timoleague eru rústir munkaklausturs Fransiskusa frá 1320, sem eyðilagt var af Cromwell 1642. Í nágrenninu eru rústir holdsveikraspítala frá 12. öld og Barrymore kastala frá 13. öld.